Undanfarnar vikur hafa farið fram gagngerar endurbætur á lóð og húsnæði Bílabúðar Benna, Njarðarbraut 9, í Reykjanesbæ. Aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur þar með tekið stakkaskiptum. Nú næstu helgi, 9. og 10. júní, mun Bílabúð Benna fagna áfanganum með glæsilegri Bílagleði á staðnum.