Störf í boði

Bílabúð Benna

Mannauðsstefna fyrirtæksins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður sem byggir á sterkri liðsheild og keppnisskapi hjá jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum.

Við erum ánægð með að þú viljir tilheyra keppnisliðinu okkar. Þegar að störf eru auglýst yfirförum við allar umsóknir vandlega og svörum umækjendum um leið og ráðning liggur fyrir.

Almennum umsóknum er ekki svarað sérstaklega en við fáum að hafa umsóknir á skrá hjá okkur í 6 mánuði og höfum samband ef einhverjar breytingar verða. Almennar umsóknir óskast á netfangið tryggvi@benni.is.