Bílagleði Benna í Reykjanesbæ um helgina
Undanfarnar vikur hafa farið fram gagngerar endurbætur á lóð og húsnæði Bílabúðar Benna, Njarðarbraut 9, í Reykjanesbæ. Aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur þar með tekið stakkaskiptum. Nú næstu helgi, 9. og 10. júní, mun Bílabúð Benna fagna áfanganum með glæsilegri Bílagleði á staðnum.
Til sýnis verða nýjustu gæðagripunum úr Chevrolet fjölskyldunni, sem notið hafa mikilla vinsælda meðal landsmanna, vegna glæsilegrar hönnunar, sparneytni og hagstæðs verðs. Auk þess mun Bílabúð Benna skarta Porsche Cayenne diesel ásamt með Porsche 911, glænýjum fulltrúa nýrrar kynslóðar og goðsögn sportbílanna. Margt fleira verður í boði á Bílagleði Benna um helgina; grillaðar pylsur og drykkir fyrir alla, happdrætti með fjölda vinninga og reynsluakstur. Bílagleði Benna verður á fullu bæði laugardag og sunnudag frá kl. 12 – 16, báða dagana. Allir eru velkomnir.
Eldri fréttir
-
06. nóv 2024Vetrardagar KGM
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag