Chevrolet og Manchester United gera risasamning
Chevrolet hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að auka markaðshlutdeild sína í Evrópu. Auglýsingasamningur við eitt sögufrægasta knattspyrnulið allra tíma, Manchester United, er liður í háleitu markmiði Chevrolet.
Samningurinn er til 5 ára og tilkoma hans grundvallast ekki síst á þeirri staðreynd að 659 milljónir manns um allan heim halda með Manchester United og gera það, þar með, að einu þekktasta vörumerki veraldar. Chevrolet er því orðinn áberandi þátttakandi í einu vinsælasta sporti heims.
“Stuðningsmenn Manchester United hafa orð á sér fyrir að vera þeir tryggustu í heiminum og gildir þá einu um hvaða sport er að ræða,” segir Joel Ewanick, markaðsstjóri Chevrolet á heimsvísu. “Chevrolet fjölskyldan er sérlega stolt af samstarfinu við Manchester United og ætlar sér að hafa öfluga stuðningsmenn liðsins í öndvegi í markaðsstarfi fyrirtækisins.” David Gill, stjórnarformaður Manchester United: ” Líkt og United er Chevrolet sögufrægt, hélt uppá 100 ára afmæli sitt á síðasta ári og selur gæðabíla í yfir 140 löndum um allan heim. Síðast en ekki síst deila Manchester United og Chevrolet sömu gildum og eiga sér bæði eitt markmið; að vera best hvort á sínu sviði. Við erum því himinlifandi með Chevrolet, nýjasta samstarfsfélaga okkar “
Eldri fréttir
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag
-
24. apr 2024Opnunartímar Bílabúðar Benna, 24. apríl út júní.
-
07. mar 2024Lokað laugardaginn 9 mars
-
21. des 2023Opnunartími yfir jól og áramót
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt