Þjónustuverkstæði

Allir vinna
Við vekjum athygli á að viðgerð og þjónusta á bílum er nú hluti af Allir Vinna verkefninu. Því fæst nú virðisaukaskattur endurgreiddur af vinnulið vegna bílaviðgerða. Til að öðlast endurgreiðslurétt er miðað við að fjárhæð vinnuliðar sé að lágmarki 25.000 kr. án virðisaukaskatts. Heimildin gildir fyrir fólksbifreiðar og jeppa í eigu einstaklinga og skal kaupandi þjónustunnar vera skráður eigandi. Heimildin gildir ekki um varahluti eða íhluti. Gildistíminn er frá 1. mars til loka árs 2020. Í því sambandi viljum við vekja athygli á að þeir viðskiptavinir sem voru þjónustaðir hjá okkur eftir 1. mars geta líka nýtt sér endurgreiðsluna.

Nánari upplýsingar á vef Bílgreinasambandsins má finna hér

10% afsláttur er af varahlutum út apríl

Tangarhöfða 8-12
Sími: 590-2050
Hafa samband

Opið mánud. - fimmtud. 7:45-17:00
Opið föstud. 7:45-16:00
Lokað um helgar.

Verkstæði okkar er vel tækjum búið og þar fara fram allar þjónustuskoðanir og almennar viðgerðir. Við hvetjum alla að koma í reglulega viðhaldsskoðun til okkar. Með góðu viðhaldi má halda verðgildi bifreiðar betur um ókomin ár.