Sportbílasýning Porsche 17. ágúst

Spenna, adrenalín og ástríða.
Í tilefni af hinum árlega Porsche Roadshow viðburði sláum við upp veglegri sporbílasýningu í nýja Porsche-salnum, Krókhálsi 9, laugardaginn, 17. ágúst.
Eins og fyrri daginn er mikið lagt í þessar uppákomur og hefur Bílabúð Benna flutt sérstaklega til landsins nokkur glæný eintök af öflugustu sportbílunum frá Porsche.
Þar á meðal eru mörg þekktustu nöfnin í sportbílaheiminum:
718 Boxter GTS,
718 Cayman T,
911 C2 S,
911 C4 S,
Porsche Macan II S
Cayenne Turbo.
Allir þessir bílar verða á sýningunni á Krókhálsi, á laugardaginn auk þess sem sýningarsvæðið utandyra verður skreytt með nokkrum fágætum eldri Porsche gæðingum sem sett hafa mark sitt á sportbílasöguna.
Eftir sýninguna munu flestir af nýju sportbílunum verða teknir til kostanna á Porsche Roadshow, á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði, frá 18. – 23. ágúst. Þess má geta að enn eru nokkur sæti laus á Porsche Roadshow viðburðinn, en þar er áhugasömum gefinn kostur á að aka þessum mögnuðu sportbílum, í sínu náttúrulega umhverfi undir leiðsögn sérfræðinga. Það er sannarlega ógleymanleg upplifun.
Allir eru velkomnir á sportbílasýningu Porsche, á Krókhálsi, frá kl. 12 til 16 á laugardaginn
Eldri fréttir
-
13. feb 2021Opel og Bílabúð Benna styðja rafbílavæðinguna
-
22. des 2020Opnunartími um hátíðarnar
-
07. des 2020Opel Vivaro-e sendibíll ársins 2021
-
17. nóv 2020Corsa-e hlýtur Gullna stýrið
-
21. ágú 2020300 hestafla 4x4 Plug-in Hybrid frumsýndur
-
25. mar 2020Viðbragðsáætlun Bílabúðar Benna vegna Covid-19
-
02. mar 2020Porsche valinn besti framleiðandinn
-
21. jan 2020Þrenna hjá SsangYong
-
15. jan 2020Tilboð á sýningarbílum
-
10. jan 2020Sixt bílaleigubílarnir eru komnir í sölu