Sportbílasýning Porsche 17. ágúst

skrifað fimmtudagur, 15. ágúst, 2019
Porsche 911Porsche 911

Spenna, adrenalín og ástríða.
Í tilefni af hinum árlega Porsche Roadshow viðburði sláum við upp veglegri sporbílasýningu í nýja Porsche-salnum, Krókhálsi 9, laugardaginn, 17. ágúst.

Eins og fyrri daginn er mikið lagt í þessar uppákomur og hefur Bílabúð Benna flutt sérstaklega til landsins nokkur glæný eintök af öflugustu sportbílunum frá Porsche.
Þar á meðal eru mörg þekktustu nöfnin í sportbílaheiminum:

718 Boxter GTS,
718 Cayman T,
911 C2 S,
911 C4 S,
Porsche Macan II S
Cayenne Turbo.

Allir þessir bílar verða á sýningunni á Krókhálsi, á laugardaginn auk þess sem sýningarsvæðið utandyra verður skreytt með nokkrum fágætum eldri Porsche gæðingum sem sett hafa mark sitt á sportbílasöguna.

Eftir sýninguna munu flestir af nýju sportbílunum verða teknir til kostanna á Porsche Roadshow, á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði, frá 18. – 23. ágúst. Þess má geta að enn eru nokkur sæti laus á Porsche Roadshow viðburðinn, en þar er áhugasömum gefinn kostur á að aka þessum mögnuðu sportbílum, í sínu náttúrulega umhverfi undir leiðsögn sérfræðinga. Það er sannarlega ógleymanleg upplifun.

Allir eru velkomnir á sportbílasýningu Porsche, á Krókhálsi, frá kl. 12 til 16 á laugardaginn