Porsche heimsmeistari í þolakstri
Byltingarkennd Hybrid tækni tryggði sigurinn

Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina.
Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda.
Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í annað skipti frá upphafi.
Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar.
Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning