Porsche 911 Sport Classic frumsýndur

Ferðastu aftur í tímann.

skrifað fimmtudagur, 22. júní, 2023
Porsche 911 Sport Classic frumsýndur

Laugardaginn 24. júní, frumsýnum við Porsche 911 Sport Classic í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9, milli kl. 12:00 og 16:00.

Sjöundi áratugurinn var áratugur breytinga og framfara. Porsche 911 Sport Classic stendur eftir sem ein af táknmyndunum þessara ára. Ferðastu aftur í tímann og upplifðu liðna tíð með nýjum 911 Sport Classic.

Til að fagna viðburðarríkri sögu Porsche, hefur nýr 911 Sport Classic verið framleiddur í takmörkuðum fjölda, aðeins 1.250 eintökum. Gríptu einstakt tækifæri til að sjá þennan sjaldgæfa sportbíl í fyrsta sinn á Íslandi.

Skoða nánar Porsche 911 Sport Classic.