0% vextir á notuðum bílum

skrifað miðvikudagur, 18. september, 2019
0% vextir á notuðum bílum

Vaxtakjör á Íslandi hafa lengi þótt vera óaðgengileg fyrir íslenska neytendur.

Nú berast þær fréttir að Bílabúð Benna sé að hrista upp í markaðnum með því að kynna til sögunnar núll prósent vexti við fjármögnun á völdum notuðum bílum.

Aðspurður segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna að þessi áfangi hafi átt sér nokkurn aðdraganda. „Við leitum sífellt nýrra leiða til að geta veitt viðskiptavinum okkar betri kjör og erum stolt af því að geta nú boðið 0% vexti í samstarfi við Lykil fjármögnun,“ segir Benedikt. „Undir þessa skilmála fellur breitt úrval notaðra bíla hjá okkur af öllum stærðum og gerðum, bæði notaðir bílar af bílasölunni okkar á Krókhálsi sem og frá Bílaleigunni Sixt.“

Fram kemur að umræddir 0% vextir verði í boði hjá Bílabúð Benna – Notuðum bílum í takmarkaðan tíma.

Þú finnur bílana HÉR