Tveir frábærir saman
Chevrolet og Manchester United gera stærsta auglýsingasamning í knattspyrnuheiminum
skrifað miðvikudagur, 8. ágúst, 2012

Nýr auglýsingasamningur Chevrolet við knattspyrnufélagið Manchester United færir félaginu 67 milljarða króna fram til ársins 2021. Þessi samningur er sá hæsti sem þekkist í knattspyrnuheiminum.
Frá og með árinu 2014 verða búningar Manchester United kirfilega merktir Chevrolet. Chevrolet byrjar strax að greiða félaginu, 2,2 milljarða króna fyrir árið í ár og aftur næsta ár.Greiðslan hækkar svo í 8,4 milljarða árið 2014 og mun svo hækka um 2,1% út samningstímann sem gildir til ársins 2021.
Það er því næsta víst að stjörnurnar í einu vinsælasta knattspyrnuliði heims munu aka um á einum vinsælasta bíl heims; Chevrolet.Það er vel við hæfi.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning