100 þúsund Crossland X seldir

það sem af er ári.
Eitt af nýjustu útspilum Opel, Crossland X, hefur heldur betur slegið í gegn á Evrópumarkaði. Þar hafa yfir 100 þúsund bílakaupendur tryggt sér eintak nú þegar.
Crossland X var frumsýndur hérlendis nú á dögunum í nýjum sýningarsal Opel og SsangYong á Krókhálsi 9. „Crossland X gegnir lykilhlutverki í nýrri markaðssókn okkar á alþjóðavísu,“ segir Peter Kusbert, framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Opel.
„Crossland X ásamt öðrum fjölskyldumeðlimum í nýju X bílalínunni frá Opel, Mokka X og Grandland X, sem allir verða fáanlegir á öllum mörkuðum okkar á árinu, gegna stóru hlutverki í vexti Opel til framtíðar,“ segir Peter.
Samkvæmt tilkynningu frá Bílabúð Benna hefur Crossland X fengið mjög góðar viðtökur hérlendis. Hann seldist upp í febrúar, þá er mars sendingin langt komin og byrjað að selja Crossland X til afhendingar í apríl. „Crossland X er greinilega að svara þörfum margra Íslendinga og nú um helgina munum við svo frumsýna Mokka X á Krókhálsi og verður spennandi að sjá viðbrögðin,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.
Nánari upplýsingar um Opel Crossland X finnur þú HÉR
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning