50 ára afmælis árshátið í Stuttgart
16 til 19 október 2025
| Í tilefni af 50 ára afmæli Bílabúðar Benna og 25 ára samstarfi við Porsche, var haldin glæsileg árshátíð í Stuttgart í Þýskalandi. Ferðin var bæði fræðandi og skemmtileg, þar sem starfsfólk og makar fengu að upplifa einstaka samveru og kynnast betur sögu og framtíðarsýn Porsche. Komið á hótelið í Stuttgart. 17. OKTÓBER - VERKSMIÐJUHEIMSÓKN OG HUGMYNDAVINNA Dagurinn hófst á Porsche Museum þar sem tekið var á móti hópnum. Síðan var haldið í sýnisferð um Porsche verksmiðjuna undir handleiðslu starfsmanna Porsche. Þar var farið yfir samsetningu Porsche bifreiða, vélasamsetningu og bólstrun innréttinga – allt í samvinnu manna og vélmenna. Eftir verksmiðjuheimsóknina var tekin hópmynd fyrir framan Porsche safnið. Makar fengu frjálsan tíma á meðan starfsfólk Bílabúðar Benna hittu starfsmenn Porsche og tóku þátt í hugmyndavinnu um framtíðarsýn og þróun Bílbúðar Bennar. Síðar um daginn heimsótti hópurinn Porsche Sonderwunsch, þar sem sérsniðnar og breyttar Porsche bifreiðar eru hannaðar og var upplifunin einstök. Kvöldið endaði á góðri samveru á veitingastað í Stuttgart. 18. OKTÓBER - FRJÁLS DAGUR OG ÁRSHÁTÍÐ Í PORSCHE MUSEUM Laugardagurinn var frjáls og margir nýttu daginn til að skoða miðborg Stuttgart og versla. Um kvöldið hittist hópurinn í sínu fínasta pússi í lobbíinu á hótelinu áður en haldið var á stað í Porsche Museum þar sem árshátíðin fór fram. Við móttöku safnsins var boðið upp á fordrykk og leiðsögn um sögu Porsche. Á efstu hæð safnsins beið veislusalur þar sem gestir frá Porsche – yfirmenn og samstarfsaðilar – tóku á móti hópnum. Þar hófst árshátíðardagskráin með mat, drykk og myndasýningu um sögu Bílabúðar Benna. Og að sjálfsögðu var bæði 50 ára afmæli fyrirtækisins og 25 ára samstarfið við Porsche haft í hávegum. Kíkt á bak við tjöldin í leyni herbergi á Porsche Museum. Við þökkum Porsche fyrir frábærann tíma hjá þeim í Stuttgart. |