Chevrolet Captiva
- tilbúinn í allt.
Nýr Captiva er fjölskyldujeppi sem er tilbúinn í allt. Flæðandi formlínur bílsins og endurhannaðir fram- og afturendar, gefa skýr skilaboð um klassískan glæsileika, afl og tilgang í nákvæmlega réttum hlutföllum.
Innihaldsríkt útlit
Aflið undir vélarhlífinni á sér beina samsvörun við innihaldsrík einkennin í útlitshönnun Captiva.
Einskær akstursánægja
Val er á milli fjögurra aflmikilla véla. Þeim fylgir beinskipting af nýjustu gerð eða sex þrepa sjálfskipting sem býður upp á aflmikinn en um leið þýðan akstur.
Bensínvélar
Fjölmargar tæknilegar viðbætur eru í Captiva. Þeirra á meðal er breytilegur ventlaopnunartími á tvöföldum, yfirliggjandi kambásnum í 2,4 lítra ECOTEC bensínvélinn. Vélin 167 hestöflum og hröðunin úr 0-100 km er 10,3 sekúndur (á við um bíl með 2,4 l bensínvél og aldrifi).
Dísilvélar
Það verður enginn fyrir vonbrigðum með dísilvélarnar okkar. 2,2 l forþjöppuvélin er fáanleg með tveimur aflúttökum, 163 og 184 hestafla. Þær eru með Start/Stop tækni í beinskiptu gerðunum. Þarna fer saman mikið afl og hámarks sparneytni.
Gírskiptingar og drif
Undirvagn Captiva hefur verið uppsettur fyrir aukin akstursátök, bætta beygjueiginleika og eftirtektarverða veltivörn, og skiptir þá engu hvort fyrir valinu verður beinskiptur bíll eða bíll með sex þrepa sjálfskiptingu, framdrifinn eða með þarfastýrðu fjórhjóladrifskerfi. Þú getur því notið hverrar ferðar í Captiva til fulls.
Rúmgott, hágæða innanrými með miklu geymslurými
Captiva er með þremur sætaröðum og getur tekið allt að sjö manns í sæti eða eða flutt mikið magn farangurs. Við sæti ökumanns og farþega að framan er tveggja svæða loftfrískunarkerfi.
Öryggisbúnaður Captiva - með 5 stjörnur frá NCAP
Captiva kemur með sex öryggispúðum, þ.e. tveimur fram- og hliðarpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti, og loftpúðagardínu fyrir farþega í hliðarsætum að aftan. Þriggja punkta öryggisbelti með beltastrekkjurum og átaksjöfnurum verja þá sem sitja í framsætum, og í hliðarsætum í annarri sætaröð eru ISOFIX festingar sem flýta fyrir uppsetningu á barnabílstólum og stuðla að auknu öryggi.
Það er einnig forgangsatriði okkar að þér líði vel í umferðinni. Þess vegna er gott að vita til þess að spólvarnarkerfi viðheldur veggripinu, rafeindastýrð stöðugleikastýring kemur í veg fyrir yfir- og undirstýringu, sem og að hemlastoðkerfið er tilbúið og vakandi yfir því að draga úr hemlunarvegalengd við neyðaraðstæður. Allt er þetta staðalbúnaður með Captiva.
Annar skynsamlegur öryggisbúnaður er brekkustýringin, Hill Start Assist, sem kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar tekið er af stað í brekku.