Vinningshafi dreginn út í reynsluakstursleik Opel og Bílabúðar Benna.

skrifað föstudagur, 29. desember, 2017
Á myndinni má sjá Guðmund taka á móti verðlaununum<br>úr hendi forstjóra Bílabúðar Benna, Benedikt Eyjólfssyni.Á myndinni má sjá Guðmund taka á móti verðlaununum
úr hendi forstjóra Bílabúðar Benna, Benedikt Eyjólfssyni.

Í desember stóð Bílabúð Benna fyrir reynsluakstursleik í samstarfi við Opel. Allir sem reynsluóku Opel Corsa fóru í pott og áttu þannig möguleika á að vinna nýjan iPhone X frá Apple. Mjög góð þátttaka var í leiknum og í dag var vinningshafinn dreginn út.

Upp kom nafn Guðmundar Ágústssonar og hlýtur hann að launum iPhone X eins og áður segir. Svo skemmtilega vildi til að Guðmundur hafði einmitt ákveðið að kaupa sér Opel Corsa eftir reynsluaksturinn.

Við hjá Bílabúð Benna óskum vinningshafanum til hamingju og sendum bestu jóla- og nýárskveðjur til allra þeirra sem komu og reynsluóku Opel Corsa.