Vorsýning Ssangyong

skrifað föstudagur, 7. apríl, 2017
Rexton, Korando og TivoliRexton, Korando og Tivoli

Nú sér brátt fyrir endann á vetrinum og því tímabært að skipuleggja ferðalög sumarsins.

Af því tilefni sláum við upp Vorsýningu SsangYong. Jepparnir frá SsangYong verða í öndvegi á sýningunni; Rexton, Korando, Tivoli og Tivoli XLV. Þeir eru allir fjórhjóladrifnir og hafa slegið í gegn hjá Íslendingum fyrir fallegt útlit, mikinn staðalbúnað og hagstætt verð. Sýningin fer fram að Tangarhöfða 8, laugardaginn 8.apríl og stendur frá 12:00 til 16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.