Volt tekur forystuna og toppar ánægjulistann

skrifað fimmtudagur, 6. desember, 2012
voltvolt

Chevrolet Volt hefur nú annað árið í röð unnið ánægjukönnun neytendablaðsins Consumer Reports í Bandaríkjunum og skaut 250 bílgerðum aftur fyrir sig.

Bíleigendur voru spurðir þessarar spurningar: „Með tilliti til verðs, frammistöðu, áreiðanleika, þæginda og ánægju, myndir þú kaupa þennan bíl ef þú ættir í bílakaupum nú?“ Ein 92% af Volt-eigendum svöruðu „örugglega já“ og gáfu honum með því hæstu einkunn.

Þessi könnun byggist á svörum 350.000 bíleigenda.

Niðurstaðan er í góðu samræmi við þá staðreynd að Volt hefur verið að stinga aðra raf- og tvinnbíla af í sölu í Bandaríkjunum á árinu, með nærri þreföldun í magni frá því í fyrra.