SOS og Volt á Bessastöðum
SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð alþjóðleg barnahjálparsamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, móður, uppeldi og menntun, ásamt því að styðja barnafjölskyldur í neyð.
Bílabúð Benna hefur átt í afar ánægjulegu samstarfi við SOS Barnaþorpin á Íslandi og lagt starfseminni lið í gegnum tíðina, m.a. með styrkjum sem runnið hafa til skóla og heilsugæslu í Gambíu.
Samstarfið má rekja til þess að bílaframleiðandinn Chevrolet ákvað, í tilefni af 100 ára afmæli sínu árið 2011, að gefa SOS Barnaþorpunum 100 bíla af öllum stæðum og gerðum. Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddhartha Kaul, var í heimsókn hér á landi nú á dögunum. Samtökin leggja mikla áherslu á umhverfismál t.d. með því að nota vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis í barnaþorpunum.
Okkur hjá Bílabúð Benna þótti því ekki annað koma til greina en að hann ferðaðist um á rafdrifnum Volt við öll tækifæri í heimsókninni í fylgd Ragnars Schram framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag