SOS og Volt á Bessastöðum

SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð alþjóðleg barnahjálparsamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, móður, uppeldi og menntun, ásamt því að styðja barnafjölskyldur í neyð.
Bílabúð Benna hefur átt í afar ánægjulegu samstarfi við SOS Barnaþorpin á Íslandi og lagt starfseminni lið í gegnum tíðina, m.a. með styrkjum sem runnið hafa til skóla og heilsugæslu í Gambíu.
Samstarfið má rekja til þess að bílaframleiðandinn Chevrolet ákvað, í tilefni af 100 ára afmæli sínu árið 2011, að gefa SOS Barnaþorpunum 100 bíla af öllum stæðum og gerðum. Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddhartha Kaul, var í heimsókn hér á landi nú á dögunum. Samtökin leggja mikla áherslu á umhverfismál t.d. með því að nota vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis í barnaþorpunum.
Okkur hjá Bílabúð Benna þótti því ekki annað koma til greina en að hann ferðaðist um á rafdrifnum Volt við öll tækifæri í heimsókninni í fylgd Ragnars Schram framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpa á Íslandi.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning