SOS og Volt á Bessastöðum

skrifað fimmtudagur, 3. apríl, 2014
Ragnar Schram og Siddhartha Kaul, Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpa.Ragnar Schram og Siddhartha Kaul, Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpa.

SOS Barnaþorpin eru sjálfstæð alþjóðleg barnahjálparsamtök sem veita munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, móður, uppeldi og menntun, ásamt því að styðja barnafjölskyldur í neyð.

Bílabúð Benna hefur átt í afar ánægjulegu samstarfi við SOS Barnaþorpin á Íslandi og lagt starfseminni lið í gegnum tíðina, m.a. með styrkjum sem runnið hafa til skóla og heilsugæslu í Gambíu.

Samstarfið má rekja til þess að bílaframleiðandinn Chevrolet ákvað, í tilefni af 100 ára afmæli sínu árið 2011, að gefa SOS Barnaþorpunum 100 bíla af öllum stæðum og gerðum. Alþjóðaforseti SOS Barnaþorpanna, Siddhartha Kaul, var í heimsókn hér á landi nú á dögunum. Samtökin leggja mikla áherslu á umhverfismál t.d. með því að nota vistvæna orku í stað jarðefnaeldsneytis í barnaþorpunum.

Okkur hjá Bílabúð Benna þótti því ekki annað koma til greina en að hann ferðaðist um á rafdrifnum Volt við öll tækifæri í heimsókninni í fylgd Ragnars Schram framkvæmdastjóra SOS Barnaþorpa á Íslandi.