Verðlækkun

skrifað föstudagur, 5. ágúst, 2016
Verðlækkun

Bílabúð Benna hefur ákveðið að lækka verð.

Verðlækkunin gildir á öllum nýjum bílum hjá fyrirtækinu vegna styrkingar krónunnar. Þær bílgerðir sem um ræðir eru: Opel, Chevrolet, SsangYong og Porsche. Verðækkunin er mismunandi eftir tegundum, en getur numið umtalsverðum upphæðum.
„Við höfum lagt metnað okkar í að standa verðlagsvaktina og láta viðskiptavini njóta bestu mögulegra kjara á hverjum tíma. Vegna hagstæðarar gengisþróunar að undanförnu sjáum við nú svigrúm til að lækka verð á nýjum bílum og létta þannig undir með því fólki sem er í bílahugleiðingum. Sem dæmi um verðlækkunina, langar mig til að nefna Bíl ársins, Opel Astra, sem fer úr 3.190 þús. í 2.990 þús. kr. og Tivoli, smájeppann vinsæla frá SsangYong, sem lækkar úr 3.790 þús. kr. í 3.490 þús. kr. eða um 300.000 kr., “ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.
Verðlækkunin gildir frá og með föstudeginum 5. ágúst.

Nánari upplýsingar um bílana og verð:
Porsche
Opel
Chevrolet
SsangYong