Vegna frétta um innkallanir á bílum vegna loftpúða

skrifað miðvikudagur, 20. ágúst, 2025
Vegna frétta um innkallanir á bílum vegna loftpúða

Vegna frétta um innkallanir á loftpúðum vill Bílabúð Benna beina því til viðskiptavina sinna að engar Chevrolet bifreiðar sem fluttar voru inn af Bílabúð Benna eru með loftpúða af þeirri gerð sem um ræðir.

Eigendur Chevrolet bifreiða sem ekki voru fluttir inn af Bílabúð Benna geta farið á heimasíðu National Highway Traffic Safety Administration og flett upp VIN númeri bílsins til að sjá hvort að opnar innkallanir séu á bifreiðinni.

https://www.nhtsa.gov/recalls

VIN númer bílsins má finna í neðarlega bílastjórameginn í mælaborði bílsins þegar horft er í gegnum framrúðu hans.