Vann síma fyrir konuna
skrifað miðvikudagur, 11. desember, 2013

Chevrolet á Íslandi stóð fyrir Facebook leik á dögunum í tengslum við Spark sem er mest seldi smábíllinn á markaðnum. Í verðlaun var forláta Nokia Lumia 720 snjallsími. Nú hefur einn heppinn vinningshafi verið dreginn út og upp kom nafnið Hans Arnar Gunnarsson.
Hans var kampakátur þegar hann kom til okkar í Chevrolet salinn og tók við verðlaununum: “Ég fæ örugglega gott prik fyrir þetta heima, konuna mína vantaði einmitt síma.”
Við óskum vinningshafa til hamingju og þökkum jafnframt öllum sem þátt tóku í leiknum.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning