Unnu helgarferð með Opel til Þýskalands

Bílabúð Benna hefur staðið fyrir reynsluakstursleiknum “ Með Opel til Þýskalands” undanfarnar vikur. Glæsilegur vinningur var í boði, helgarferð fyrir tvo til Þýskalands, með flugi og gistingu á fjögurra stjörnu hóteli.
Fólk komst í vinningspottinn með því að mæta í Opel salinn í Tangarhöfða eða í Reykjanesbæ og reynsluaka bíl úr Opel flotanum. Svo var líka hægt að stimpla sig í leikinn á Opel sýningum í Kringlunni, þar sem Insignia og Corsa voru í aðalhlutverki. Ríflega sex þúsund manns freistuðu gæfunnar.
Dregið hefur verið og upp kom nafnið Selma Birna Úlfarsdóttir. Selma Birna ætlar að bjóða manninum sínum, Halldóri Emil Sigtryggssyni, með sér. Þau völdu að fara til Berlínar og eiga örugglega spennandi upplifun í vændum.
Bílabúð Benna óskar þeim innilega til hamingu og færir öllum þátttakendum bestu þakkir.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning