Sumarævintýri SsangYong

skrifað þriðjudagur, 30. maí, 2017
 Rexton, Korando og Tivoli eru fyrir ferðaglaða Íslendinga Rexton, Korando og Tivoli eru fyrir ferðaglaða Íslendinga

Fjórhjóladrifnu jepparnir frá SsangYong hafa átt góðu gengi að fagna hjá Íslendingum, enda má segja að þeir séu einsog sniðnir til að kljást við íslenska vegi og vegleysur á öllum árstímum.

Þeir hafa líka vakið athygli fyrir fallegt útlit, mikinn staðalbúnað og hagstætt verð.

Í tilefni sumarsins sláum við hjá Bílabúð Benna upp Sumarævintýri SsangYong með dýrindis kaupaukum og ferðavinningum.

Í Sumarævintýrinu ætlar SsangYong að útvega ferðaglöðum landsmönnum réttu græjurnar til að upplifa spennandi ævintýri á ferð sinni um landið.

Þetta eru fjórhjóladrifnu jepparnir Rexton, Korando og Tivoli og þeim fylgja sumarlegir kaupaukar og ferðavinningar.

Um er að ræða verðmætan pakka sem inniheldur; dráttarkrók, Weber ferðagrill, kælibox og útilegutösku. Í sumarlok verður svo dregið úr nöfnum nýrra SsangYong eigenda, tvær helgarferðir fyrir tvo til Kaupmannhafnar, með aðgangi að Tivoli, þessu eina sanna.

Nánari upplýsingar finnur þú HÉR