Stefnir í metár hjá Chevrolet á Íslandi

skrifað fimmtudagur, 28. nóvember, 2013
Chevrolet Spark er mest seldi smábíllinn hér á landi.Chevrolet Spark er mest seldi smábíllinn hér á landi.

Fréttir af lélegri bílasölu á Íslandi á árinu hafa verið áberandi undanfarin misseri. Sú er þó ekki raunin í öllum vörumerkjum, því finna má dæmi um hreina aukningu jafnt í magni sem markaðshlutdeild. Athyglin beinist þá einkum að Chevrolet sem hefur styrkt stöðu sína umtalsvert á árinu.
Nú er svo komið að það sem af er ári er Chevrolet í þriðja sæti, á eftir Toyota og Volkswagen, hvað varðar sölu bíla til almennings. Þar af trónir Chevrolet Spark á toppi listans yfir mest seldu smábílana og varð uppseldur í október sl. en tæplega annar hver smábíll sem seldur er hér á landi er Chevrolet Spark.

Það er því forvitnilegt að skoða hvað liggur að baki góðu gengi Chevrolet. “Það er alls ekki sjálfgefið að fólk fjárfesti í nýjum bílum þegar hart er í ári, þess vegna er útkoman hjá okkur sérlega ánægjuleg”, segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Nú styttist í að við afhendum Chevrolet númer 600 á þessu ári og er það mesta magn sem selst hefur af Chevrolet á einu ári hér á landi.” “Íslendingar hafa gert Chevrolet að sínu merki í æ ríkari mæli.
Fyrir því liggja margar ástæður að okkar mati. Með stuðningi Chevrolet höfum við getað boðið fólki mjög vel búna bíla á afar hagstæðu verði og á síðustu tveimur árum hafa orðið miklar breytingar á framboði okkar af bílum. Eins höfum við lagt mikla vinnu í að bæta þjónustu umboðsins í öllu tilliti. “ “En þegar öllu er á botninn hvolft er svona góður árangur aðeins mögulegur af því að Chevrolet bílarnir hafa gæðin með sér. Allt skilar þetta sér á endanum í reynslu kaupenda og umtali þeirra á markaðnum. Við upplifum nánast daglega að fólk er að deila ánægju sinni með kaupin á Chevrolet og einsog við vitum er ánægður viðskiptavinur jú besta auglýsingin,” segir Björn að lokum. Chevrolet á Íslandi ætlar að enda árið með því að bjóða fólki tækifæri til að eignast sýningar- og reynsluakstursbíla á góðum kjörum.