SsangYong Rexton valinn "Bestu kaupin" - aftur !

Það hefur ekki farið framhjá jeppaáhugafólki að SsangYong Rexton, sem Bílabúð Benna frumsýndi í byrjun árs, væri handahafi nokkurra titla; 4X4 jeppi ársins, bestu kaup ársins "Best Value" og „Offroad“ bíll ársins.
Að valinu stóðu bílasérfræðingar fagritsins 4X4 Magazine.Nýlega voru kunngjörð úrslit þessa árs frá sömu aðilum og viti menn, SsangYong Rexton endurtekur leikinn og er valinn „Best Value of the year“ aftur.
Forsvarsmenn SsangYong eru að vonum sáttir við þessi tíðindi og hafði Nick Laird, framkvæmdstjóri SsangYong Motor Uk, þetta um málið að segja, „Það er gríðarleg viðurkenning fólgin í því að taka „Best Value 4X4“ verðlaunin tvö ár í röð, svona strax í kjölfar frumsýningar á bílnum. Við hjá SsangYong höfðum sannarlega miklar væntingar um velgengni Rexton, en áttum kannski ekki alveg von á þessu og ánægjan því enn meiri fyrir vikið. Markmið SsangYong hefur alltaf verið að láta gæðin endurspeglast í öllum þáttum; ríkulegum, hátækni staðalbúnaði, öryggi farþega og sanngjarnri verðlagningu. Sú stefna er greinilega að skila sér og neytendur kunna sannarlega að meta það, eins og nýjustu sölutölur SsangYong staðfesta.“
Að sögn Gests Benedikssonar, sölustjóra hjá Bílabúð Benna, er fyrsta sending uppseld og von á þeirri næstu í lok febrúar. „Í millitíðinni erum við að fá fólk í reynsluakstur á þremur stöðum á landinu, hér í Krókhálsinn, á Njarðarbraut í Reykjanesbæ og hjá Bílaríki, Glerárgötu Akureyri. Nú er sko akkúrat færðin til að skreppa í bíltúr í SsangYong Rexton,“ sagði Gestur.
Nánari upplýsingar um SsangYong Rexton finnur þú HÉR
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning