SsangYong Rexton fær frábærar viðtökur

skrifað þriðjudagur, 15. janúar, 2019
Fjölmenni var á frumsýningu SsangYong Rexton<br>hjá Bílabúð Benna á laugardaginnFjölmenni var á frumsýningu SsangYong Rexton
hjá Bílabúð Benna á laugardaginn

Það fór vel á því að vetur konungur minnti á sig á laugardaginn þegar Bílabúð Benna frumsýndi 4X4 jeppa ársins, SsangYong Rexton, í sýningarsal sínum í Krókhálsi.

Fjölmenni heimsóttu sýninguna og nýi Rexton mikla athygli jeppaáhugafólks. „Eftirvæntingin var mikil, enda vorum við að sýna jeppa sem sigraði í hörku samkeppni við þekktustu nöfnin á markaðnum,“ segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna.

„Rexton er einn fárra jeppa í dag sem er byggður á grind, með læstum millikassa og lágu drifi. „Þar með er sannarlega ekki allt upp talið því að Rexton er hlaðinn tæknibúnaði og þægindum sem láta mun dýrari jeppa blikna í samanburði,“ segir Gestur.

„Það mátti heyra á frumsýningargestum okkar að þeir voru sammála bílagagnrýnendum um að Rexton væri stórglæsilegur, jafnt utan sem innan. Rýmið kom líka mörgum á óvart, enda má segja að Rexton feli stærðina, en vel fer um 7 manns í bílnum. Þá vekur athygli að dráttargetan er heil 3 tonn og svo fór verðið líka sérlega vel í fólk,“ segir Gestur. Fram kom að þó nokkrir hafi fest sér bíl á staðnum.
„Við getum því ekki annað en verið ánægð með viðtökurnar og hvetjum alla til að kynna sér þennan magnaða verðlaunagrip frá SsangYong.“ segir Gestur að lokum.

[Skoðaðu Nýjan Rexton á nýjum vef](https://ssangyong.benni.is/

NÝR SsangYong RextonNÝR SsangYong RextonNÝR SsangYong RextonNÝR SsangYong RextonNÝR SsangYong Rexton