Sportjeppasýning Porsche

Nýr sýningarsalur, frumsýning á Cayenne Coupe og léttar veitingar, 22. júní frá kl. 12:00 til 16:00 að Krókhálsi 9
Sumarið er tíminn til að fanga ökugleðina. Og þá er Porsche það fyrsta sem sönnum bílaáhugamönnum dettur í hug. Nú hefur Porsche á Íslandi eignast nýtt heimili í sýningarsal Bílabúðar Benna, að Krókhálsi 9 og við fögnum því með sportjeppasýningu.
Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi, segir að við þessi tímamót sé ánægjulegt að geta boðið upp á fjölbreytta sportjeppasýningu og tvöfalda frumsýningu: „Fyrst má nefna nokkur glæsileg eintök af öflugustu sportjeppum götunnar; með ofurjeppann Cayenne fremstan í flokki. Þá verður glæný útgáfu af hinum þrælmagnaða Macan á svæðinu og svo smellum við okkur í sportgírinn og frumsýnum nýjustu kynslóðina af goðsögninni 911,“ segir Thomas. „Og ekki er allt búið enn, fagnaðurinn nær svo hámarki með frumsýningu á Porsche Cayenne Coupe, sem sver sig svo sannarlega í ættina.
Einnig verður í boði að skrá sig á Porsche Roadshow 2019 ásamt því að forsala á Porsche Taycan rafbílnum fer í loftið.
Það væri okkur sönn ánægja ef þú hefðir tök á að heilsa upp á okkur í nýja Porsche-salnum að Krókhálsi 9, frá kl. 12:00 til 16:00 – kynda undir ökugleðina og þiggja léttar veitingar.
Nánari upplýsingar um Porsche Cayenne Coupe finnur þú HÉR
Nánari upplýsingar um Porsche Macan finnur þú HÉR
Nánar um viðburðinn á Facebook HÉR
Eldri fréttir
-
13. feb 2021Opel og Bílabúð Benna styðja rafbílavæðinguna
-
22. des 2020Opnunartími um hátíðarnar
-
07. des 2020Opel Vivaro-e sendibíll ársins 2021
-
17. nóv 2020Corsa-e hlýtur Gullna stýrið
-
21. ágú 2020300 hestafla 4x4 Plug-in Hybrid frumsýndur
-
25. mar 2020Viðbragðsáætlun Bílabúðar Benna vegna Covid-19
-
02. mar 2020Porsche valinn besti framleiðandinn
-
21. jan 2020Þrenna hjá SsangYong
-
15. jan 2020Tilboð á sýningarbílum
-
10. jan 2020Sixt bílaleigubílarnir eru komnir í sölu