Sportbílasýning Porsche 27. maí

skrifað mánudagur, 22. maí, 2017
718 Cayman718 Cayman

Sumarið er Porsche tíminn

Við fullyrðum að það sé ekkert sem jafnist á við ferðalag í Porsche á íslenskum sumardegi. Við hjá Bílabúð Benna ætlum að framkalla þá tilfinningu á Sportbílasýningu Porsche laugardaginn 27. maí. Aðalnúmerið er frumsýning á 718 Cayman.

Þá munum við stilla upp á svæðinu öllum kynslóðum af Porsche 911, en hann hefur verið kallaður goðsögn sportbílanna og ekki að ástæðulausu. Þá munu nokkrir glæsilegir Porsche Macan, Cayenne og Panamera gleðja sýningargesti.

Komdu á Sportbílasýningu Porsche laugardaginn 27. maí milli klukkan 12:00 - 16:00, fáðu þér ilmandi Lavazza kaffi og aktu brosandi inn í sumarið.

Nánari upplýsingar um 718 Cayman finnur þú HÉR