Porsche valinn besti framleiðandinn

Bandarísku neytendasamtökin Consumer Reports (CR) eru engum háð og óhagnaðardrifin. Þau njóta mikils trausts og virðingar fyrir hlutlausar úttektir sínar á markaðsvarningi hvers konar.
Hjá bílaáhugamönnum ríkir jafnan mikil eftirvænting fyrir útkomu úr árlegri rannsókn þeirra á bílamarkaðnum. Nýlega var tilkynnt um hvaða bílar hefðu komið bæði best og verst út að mati Consumer Reports í ár. Niðurstaðan byggir jöfnum höndum á ítarlegum prófunum fagmanna hjá samtökunum sem og vitnisburði frá bíleigendum sjálfum. Í ár hlaut þýski bílaframleiðandinn Porsche, hæstu einkunn. Í öðru og þriðja sæti lentu Genesis og Mazda. Fram kemur að oftar en ekki grundvallist útkoman á heildarmati á að minnsta kosti tveimur bílgerðum hjá viðkomandi framleiðanda og er sigurinn því ekki bundinn við einn bíl sérstaklega.
Gæðamatið og niðurstaðan byggja á fjórum lykilþáttum:
• Akstursprófunum þar sem allir bílarnir eru látnir fara í gegnum 50 mismunandi þrautir í akstri á vegum úti.
• Meðlimir samtakanna gera ítarlegar áreiðanleikaprófanir á 17 skilgreindum álagshlutum hvers bíls.
• Framkvæmd er nákvæm ánægjukönnun á meðal bíleigenda, þar sem m.a. er dregið fram hvort viðkomandi myndi vilja kaupa sama bíl aftur.
• Öryggi bílanna og árekstrarþol er rannsakað sérstaklega og aukastig gefin þegar í ljós kemur að öryggisþættir fara fram úr því sem gefið er upp sem lágmarks staðall fyrir viðkomandi bílgerð af hálfu framleiðanda.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning