Porsche fær "Bílaóskarinn“
Porsche hlaut nýlega titilinn besta bílamerkið (Corporate Brand) í Evrópu í útnefningu sem líkt hefur verið við Óskarsverðlaunin.
Að kosningunni kom ekki bara dómnefnd sérfræðinga heldur neytendur sjálfir. Saman fleyttu þeir Porsche í toppsætið í viðamikilli könnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið GfK stóð að.
Titilinn “Best brand” hlýtur Porsche í flokki sportbílaframleiðenda. Dr. Kjell Gruner, yfirmaður markaðsmála hjá Porsche, tók við verðlaununum við hátíðlega athöfn í Bayerischer Hof hótelinu í München, að viðstöddum 600 fulltrúum frá leiðandi fyrirtækjum og fjölmiðlum. Dæmi um verðlaun í öðrum flokkum eru vörumerkin Nivea og Amazon.
Niðurstaðan byggir á mati eitt þúsund svarenda í Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og Spáni. Dr. Kjell Gruner var inntur eftir því hvort áherslur í markaðssetningu Porsche væri mismunandi eftir löndum. „Í grundvallaratriðum tölum við einni röddu allsstaðar, ef svo má segja. Porsche er afar sterkt merki á alþjóðavísu og byggir á samræmdum skilaboðum í öllum kynningar- og markaðsmálum.
Viðskiptavinir okkar eiga því að upplifa Porsche vörumerkið á sama hátt hjá umboðsaðilum í Kanada og Frakklandi svo dæmi sé tekið. Að sjálfsögðu tökum við mið af þjóðfélagslegum þáttum, eins og menningu, í allri framsetningu. Svo er það persónubundið hvað fólk leggur til grundvallar í mati sínu, sumir horfa fyrst og fremst á tækni og akstursupplifun á meðan aðrir leggja mest upp úr hönnun og fegurð bílsins.“
Spurður út í þætti sem liggja að baki velgengni Porsche, svarar Dr. Kjell Gruner: „Þetta snýst um, að því er virðist, óskild atriði. Það vill segja; að okkar mati er Porsche, annars vegar, tákn um framúrskarandi akstursupplifun og keppnissport og hins vegar er Porsche fulltrúi fyrir notagildi og hámarks þægindi í amstri hversdagslífsins.
Það er, sem sagt, samtvinnun þessara þátta, en ekki andstæður þeirra sem gera drauminn um að eignast Porsche svo algengan hjá öllum aldursflokkum.“
Eldri fréttir
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag
-
30. apr 2024Nýr Cayenne Turbo GT frumsýndur á laugardag
-
24. apr 2024Opnunartímar Bílabúðar Benna, 24. apríl út júní.
-
07. mar 2024Lokað laugardaginn 9 mars
-
21. des 2023Opnunartími yfir jól og áramót
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt