Óvænt boð á stórleik

skrifað föstudagur, 12. desember, 2014
Óvænt boð á stórleik

Chevrolet er styrktaraðili Manchester United. Bílabúð Benna og Bylgjan hafa staðið fyrir Facebook leik undanfarna daga þar sem í verðlaun voru tveir VIP miðar, á leik Manchester United og Liverpool á sunnudaginn, ásamt flugi og gistingu með Vita ferðum.

Metfjöldi, fleiri þúsund manns, skráðu sig til leiks og vinningshafinn er María Helga Hróarsdóttir.

Meðan á leiknum stóð fengum við marga pósta með ábendingum um hversdagshetjur sem ættu skilið upplyftingu og við fórum að vinna í málinu og buðum Þresti Elvari Ákasyni í sams konar ferð, ásamt fylgdarmanni.

Þröstur er fæddur árið 1998. Hann glímir við sjaldgæfan sjúkdóm og þarf að dvelja á sjúkrahúsi reglulega af þeim sökum. Það kom í ljós að Þröstur Elvar er eldheitur United aðdáandi og hann bauð móður sinni með í þessa óvæntu skemmtiferð. „Mamma hafði öruggt forskot á pabba því hann er Púllari og hefði því varla verið velkominn í VIP stúkunni hjá Manchester United “, sagði Þröstur þegar við færðum honum fréttirnar á dögunum. Við hjá Bílabúð Benna óskum þeim mæðginunum góðrar skemmtunar.