Opel sýning hjá Bílvirkja um helgina
skrifað fimmtudagur, 4. júní, 2015

Bílabúð Benna sækir Akureyringa og nærsveitunga heim, helgina 6. og 7. júní, með glæsilegan bílaflota.
Til sýnis verða þýsku gæðabílarnir frá Opel; flaggskipið Insignia, sportjeppinn Mokka, Astra 4 og 5 dyra, að ógleymdri nýjustu kynslóðinni af Corsa og töffaranum Opel Adam.
Sýningin er haldin hjá og í samvinnu við Bílvirkja, Goðanesi 8 -10, sem er þjónustuaðili Bílabúðar Benna á Akureyri og verður opin laugardaginn 6. júní, frá kl. 11:00 til 16:00 og sunnudaginn 7. júní, frá kl. 12:00 til 16:00.
Kaffi og léttar veitingar verða á borðum og einnig verða gamlir bílar á sýningarsvæðinu. Allir eru velkomnir.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning