Opel ræðst að útblæstri dísilvéla

Ný kynslóð umhverfisvænna dísilvéla komin í umferð. Sókn Opel á heimsmarkaði byggist á öflugu þróunarstarfi.
Mjög athyglisverðar nýjungar frá tæknimönnum Opel munu líta dagsins ljós á bílamarkaðnum, jafnt og þétt, til ársins 2018, í formi 27 nýrra bílgerða og 17 nýrra véla.
Einar markverðustu nýjungarnar felast í þróun dísilvélanna. Nú þegar skarta Opel bílarnir einum þróuðustu dísilvélum heims og með tilkomu nýju 2ja l. CDTI vélinni, sem kynnt var fyrri hluta ársins 2015, má segja að ný kynslóð af hljóðlátari og umhverfisvænni dísilvélum verði komin í Opel línuna, allt frá Corsa til Insignia.
Þessar nettu 1,3l og 1,6l, sem og stærri 2,0l vélar hafa af stórum hluta til verið þróaðar með eiginleika sem byggja á AdBlue kerfinu, og snýst í grunninn um hæfileikann til að eyða sótflögum í útblæstri betur en áður hefur þekkst.
Þessar byltingarkenndu dísilvélar mæta ströngustu Euro 6 útblástursstöðlum. Ökumenn munu njóta þeirra að fullu með góðri samvisku því að í þeim sameinast frábær kraftur, akstursánægja, sparneytni og ábyrgð í umhverfismálum.
Útblásturinn verður á pari við bensínvélarnar. Með tilkomu þessarar nýju kynslóðar af dísilvélum frá Opel er hár útblástur mengandi efna, nánast úr sögunni.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning