Opel Astra kominn í úrslit

skrifað fimmtudagur, 8. september, 2016
Opel Astra var valinn Bíll ársins 2016Opel Astra var valinn Bíll ársins 2016

Opel Astra var valinn Bíll ársins 2016 í Evrópu af bílablaðamönnum í Evrópu.

Nú hafa kollegar þeirra á Íslandi, í dómnefnd Bandalags Íslenskra Bílablaðamanna, valið þá 18 bíla sem komast í lokaúrtakið fyrir Bíl ársins á Íslandi 2017, sem tilkynntur verður á næstunni. Alls komast þrír bílar áfram í hverjum flokki. Í flokki smábíla og bíla í minni millistærð, trónir umræddur Opel Astra. Það er okkur fagnaðarefni og veit bara á gott.

Skoða Opel Astra