Opel Astra kominn á göturnar.

skrifað mánudagur, 25. apríl, 2016
Sigurvin Jón Kristjánsson hjá Bílabúð Benna ásamt Huldu Emilsdóttur og Hafliða Þórssyni. Sigurvin Jón Kristjánsson hjá Bílabúð Benna ásamt Huldu Emilsdóttur og Hafliða Þórssyni.

Fyrsta eintakið af nýjasta Bíl ársins í Evrópu, Opel Astra, var afhent á dögunum.

Sigurvin Jón Kristjánsson hjá Bílabúð Benna, færði nýjum eigendunum, Huldu Emilsdóttur og Hafliða Þórssyni, blóm og hamingjuóskir af því tilefni.