Opel Astra fær Gullna stýrið 2015

skrifað fimmtudagur, 12. nóvember, 2015
Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, tekur við Gullna stýrinu fyrir Opel Astra.Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, tekur við Gullna stýrinu fyrir Opel Astra.

Nýjasta stjarna Opel í millistærðarflokki, Opel Astra, hreppti eftirsóknarverðustu viðurkenningu bílaiðnaðarins í millistærðarflokki: “Golden Steering Wheel”.

Úrslitin voru tilkynnt í Berlín í gær. Viðurkenningin vekur mikla athygli í bílabransanum, sérstaklega fyrir þá sök að nýjasta útgáfan af Opel Astra, sem um ræðir, kom á almennan markað í október síðastliðnum og stekkur því beint í fyrsta sætið. Sannarlega fáheyrt afrek. Þýsku miðlarnir Auto Bild og Bild am Sonntag standa saman að “Golden Steering Wheel” viðurkenningunni og er dómnefndin skipuð lesendum, sérfræðingum og atvinnumönnum í akstursíþróttum. Dr. Karl-Thomas Neumann og Tina Müller veittu verðlaununum viðtöku fyrir hönd Opel Group, “Við erum afar stolt af þessum verðlaunum. Þau falla í skaut magnaðasta Opel Astra bílsins sem framleiddur hefur verið og undirstrikar að metnaður okkar og markmið eru að skila árangri,” sagði Dr. Karl-Thomas Neumann.

Tina Müller bætti við, “Nýja Astran okkar flýgur hátt. Við höfum nú þegar tekið við rúmlega 40 þúsund pöntunum og nú hlýtur bíllinn þessi mikilsvirtu verðlaun. Opel Astra er sannkölluð leiðarstjarna okkar inn í framtíðina.”
Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri bílasviðs hjá Bílabúð Benna tekur í sama streng: “Þetta eru frábærar fréttir. Opel Astra verður örugglega vel tekið af Íslendingum. Við erum þegar farin að fá margar fyrirspurnir og bíðum nú eftir að fá hann til landsins. Hann verður kynntur rækilega á næstunni.”