Opel Astra, bíll ársins, frumsýndur 16. apríl.

Nú er komið að því. Opel Astra, Bíll ársins í Evrópu, verður frumsýndur hjá okkur, á laugardaginn, 16. apríl.
Einstöku sinnum koma fram bílar sem eru fæddir sigurvegarar – Opel Astra er einn af þeim. Hann hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópu, sem er eftirsóttasta viðurkenning bílaiðnaðarins.
Áður hafði hann meðal annars hlotið Gullna stýrið og verið valinn bíll ársins í fjölda Evrópulanda. Það sem stendur upp úr í umsögnum um Opel Astra er hrífandi útlit, lúxus tækni, traustur öryggisbúnaður, frábært innanrými og skilvirkar vélar. Opel Astra er sagður setja ný viðmið í lúxus fyrir bíla í millistærðarflokki.
Bílabúð Benna, fyrir hönd Opel á Íslandi, hefur tekið upp samstarf við Eygló Ósk Gústafsdóttur íþróttamann ársins og Ólympíufara. Hún mun aka glænýjum Opel Astra. Þar sameinast tveir afburðakraftar.
Þessi margfaldi sigurvegari, Opel Astra, verður frumsýndur í Opel salnum, Tangarhöfða 8, laugardaginn 16.apríl, frá kl. 12:00 til 16:00. Eygló Ósk mun afhjúpa bíl ársins.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Skoðaðu vef Opel Astra
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning