Nýr Opel Grandland X frumsýndur
 Opel Grandland X
Opel Grandland X		Nýr Opel Grandland X verður frumsýndur í sýningarsal Opel Krókhálsi 9 nk. laugardag klukkan 12-16.
Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjepplinga en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X. Crossland X hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur hér á landi en hann var frumsýndur nú í vor. Mokka X er einn mest seldi bíllinn í Evrópu í flokki sportjeppa en þessi flokkur fer ört stækkandi um allan heim.
Grandland X er stærstur af þessum þremur sportjeppum og kemur hingað til landsins til að byrja með í tveimur útfærslum, Enjoy og Innovation. Báðar útfærslurnar eru ríkulega búnar en meira af staðalbúnaði er að finna í Innovation. Báðar útfærslurnar af Grandland X sem koma hingað til lands eru framhjóladrifnar með einstaklega sparneytnum, hljóðlátum, umhverfisvænum en um leið aflmiklum bensínvélum. 1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin skilar 130 hestöflum og hámarkstogið er 230 Nm. Eyðslan er aðeins frá 5,2-5,3 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur.
Nýr Grandland X er fallega hannaður bæði að innan sem utan. Opel hefur lagt mikið í hönnun á innanrými sportjeppans og hefur tekist vel til. Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí. Þá er farangursrými sportjeppans mjög rúmgott. Sérstakt frumsýningartilboð verður í gangi en þar er um að ræða 200.000 króna afslátt af nýjum Opel Grandland X.
Hlökkum til að sjá þig í Opel-salnum.
Nánari upplýsingar um Grandland X finnur þú HÉR
Eldri fréttir
- 
	15. okt 2025Afmælisferð til Stuttgart
- 
	20. ágú 2025Vegna frétta um innkallanir á bílum vegna loftpúða
- 
	15. ágú 2025Benni lækkar verð á nýjum bílum
- 
	28. maí 2025911 Targa sportbílasýning á laugardag.
- 
	19. maí 2025Bílabúð Benna í 50 ár! Stórafmælishátíð á laugardag
- 
	16. apr 2025Páskaopnun
- 
	09. apr 2025Páskaglaðningur fylgir völdum rafbílum í apríl
- 
	27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
- 
	05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
- 
	21. jan 2025Musso Grand frumsýning





