Nýr Korando frumsýndur

Bílabúð Benna frumsýnir, laugardaginn 20. janúar, nýjan Korando jeppa frá SsangYong, bæði á Tangarhöfðanum og á Njarðarbraut í Reykjanesbæ.
Í fréttatilkynningu kemur fram að hann sé fjórhjóladrifinn og hár undir lægsta punkt. Korando hefur magnaða dráttargetu, enda valdi félag breskra hjólhýsaeigenda hann “The Towcar of the Year 2018” í sínum flokki.
Korando státar af stílhreinu og kröftugu útliti, þar sem framsækin hönnun sér m.a. til þess að bíllinn er óvenju rúmgóður að innan, auk þess sem enginn miðjustokkur er í gólfinu á honum. Þannig gefst nóg fótapláss fyrir alla farþega, sem kemur sér sérstaklega vel á ferðalögum.
Í tilefni frumsýningarinnar er Korando boðinn með 530 þúsund króna kynningarafslætti.
Frumsýningin nú á laugardaginn stendur yfir frá kl. 12 til 16. Allir eru velkomnir.
Nánari upplýsingar um SsangYong Korando finnur þú HÉR
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning