Nýjasta nafnið er Karl
skrifað föstudagur, 5. desember, 2014

Frá Opel berast þær fréttir að næsta sumar verði formlega kynnt til sögunnar nýtt nafn í flokki smábíla. Og nafnið er Karl.
Opel leitaði ekki langt yfir skammt því nafnið er í höfuðið á syni stofnanda fyrirtækisins. Miðað við lýsingarnar liggur mikill metnaður að baki hönnun bílsins og fylgir sögunni að í þessum nýja meðlim Opel fjölskyldunnar sé að finna öll þau þægindi sem teljast þau framsæknustu í dag. Karl mun sóma sér vel við hliðina á, annars vegar Adam og svo Opel Corsa, sem kemur nýr á markaðinn strax eftir áramót. Þeir munu saman fullkomna afar spennandi línu í smábílum sem í boði verður frá Opel sumarið 2015. Bílabúð Benna mun kynna Opel Karl betur þegar nær dregur.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning