Ný Insignia frumsýnd á laugardaginn

Bílabúð Benna frumsýnir nýja Insignia, laugardaginn 18. nóvember.
Með honum tekur Opel sér stöðu sem nýr leiðtogi í sínum flokki. Þessi stórglæsilega bifreið er endurhönnuð frá grunni, en byggir eftir sem áður alfarið á þýsku hugviti og þeim kostum sem gera þýska bíla eftirsótta um allan heim.
Ný Insignia er undanfari nýrrar kynslóðar hvað varðar hönnun, þar sem djarfar línur, jafnt að innan sem utan, fá að njóta sín til fulls, án þess að það bitni á innra rými bílsins. Þvert á móti, vekur það sérstaka athygli hvað Insignia er rúmgóður, með nóg pláss fyrir ökumann og farþega. Aksturseiginleikar Insignia eru líka einstakir og bíllinn því einsog sniðinn fyrir þá sem elska að keyra góða og glæsilega bíla.
Vertu velkomin(n). Sjón er sögu ríkari.
Opel-salurinn Tangarhöfða 8, kl. 10:00 til 16:00.
Bílabúð Benna Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, kl. 10:00 til 16:00.
Nánari upplýsingar um Insignia Grand Sport finnur þú HÉR
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning