Ný Corsa fór á kostum

skrifað miðvikudagur, 11. mars, 2015
Ný Corsa fór á kostum

Opel Corsa hefur lengi notið vinsælda meðal Íslendinga og ljóst að margir eiga góðar minningar tengdar þeim rómaða bíl. Það kom berlega í ljós, um helgina, þegar við frumsýndum fimmtu kynslóðina af Opel Corsa.

Fleiri hundruð manns komu í heimsókn í Opel salinn og í útibúið okkar í Reykjanesbæ. “Margir voru áhugasamir um að eignast þennan bráðsnjalla bíl og sumir gengu frá kaupum á staðnum” segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Bílasviðs hjá Bílabúð Benna. “Við þökkum góðum gestum kærlega fyrir komuna og hvetjum þá, sem ekki komust, til að kynna sér Opel Corsa og alla hina meðlimi Opel fjölskyldunnar hjá okkur eða á opel.is,” segir Björn.

Sjá myndir