Nesdekk opnar í Breiðhöfða 13

skrifað mánudagur, 25. september, 2017
Breiðhöfði 13Breiðhöfði 13

Nesdekk opnar í Breiðhöfða 13. Eitt fullkomnasta dekkjaverkstæði landsins.

Nú hefur Nesdekk opnað eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins. Það er staðsett að Breiðhöfða 13. Öll aðstaða, tækjabúnaður og aðgengi, er fyrsta flokks. Það á við um þjónustu við bíla af öllum stærðum og gerðum.
Gestur Árskóg er þjónustustjóri atvinnubíla í Breiðhöfðanum: „Það er óhætt að fullyrða að nýja dekkjaverkstæðið okkar að Breiðhöfða 13 sé kærkomin viðbót við Nesdekk flóruna okkar á Suðvesturhorninu. Nýja húsið er sérhannað fyrir þessa starfsemi, með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita bílum af öllum stærðum vandaða hjólbarðaþjónustu m.a. niðurgrafnar lyftur og snertilausar umfelgunarvélar.
Nýja dekkjaverkstæðið er gegnumkeyranlegt fyrir hópferða-og vöruflutningabíla, sem er nýjung. Hér erum við því að opna eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæðið á landinu sem á eftir að gjörbylta möguleikum okkar til að veita eigendum bíla af öllum stærðum betri þjónustu í hvívetna.
Kjörorð okkar er: „Stærðin skiptir ekki máli – við dekkjum alla bíla.“ Við ætlum okkur, með öðrum orðum, að gera okkar allra besta fyrir litla bíla sem stóra,“ segir Gestur að lokum.

Nánari upplýsingar um dekk og dekkjaverkstæði Nesdekkja finnur þú hér

Atvinnubilar ÚtsyniGegnumkeyranlegt verkstaediGegnumkeyranlegt verkstaediGestur Árskóg þjónustustjóri atvinnubílasex liftur