Milljón Opel komnir í hús
Nýr Opel Astra leiðir markaðssóknina

Ekkert lát er á uppgangi Opel. Verksmiðjurnar tilkynntu nýlega bæði um metsölu í nóvember á Evrópumarkaði sem og að hafa komist yfir einnar milljóna markið í heildarsölu bíla það sem af er árinu.
Opel og systurfyrirtæki þess Vauxhall eru þar með á góðri leið með að auka verulega við sig jafnt í magni sem og markaðshlutdeild á árinu 2015, þriðja árið í röð.
Þessi söluaukning Opel á ársgrundvelli nær til 19 Evrópuríkja, þar á meðal Þýskalands, Bretlands, Ítalíu, Spánar og Danmerkur. Sem dæmi nam söluaukningin í nóvember 9,800 bílum og markaðshlutdeildin jókst upp í 5,89%.
Segja má að velgengni Opel kristallist í hinum nýja Astra þó svo að hann hafi ekki komið á markaðinn fyrr en í nóvember. Nú þegar hafa um 65,000 pantanir borist í bílinn, en hann er af mörgum talinn einn best heppnaði bíllinn frá Opel frá upphafi.
Sömu sögu er að segja af sendibílageiranum frá Opel. Þar hefur vöxturinn verið um 25% á milli ára.“Metnaðarfullar áætlanir okkar eru að ganga eftir og má nefna að tegundir einsog Mokka og Adam eru að hitta í mark.“ segir Peter Christian Küspert, yfirmaður söludeildar Opel. „Það eru spennandi tímar framundan og á næsta ári munum við m.a. frumsýna Astra Sports Tourer.”
Opel setur markið hátt og stærsta markaðssókn í sögu Opel er í algleymingi. Á árunum 2016 til 2020 ráðgera Opel verksmiðjunnar í Rüsselsheim að markaðssetja hvorki meira né minna en 29 ný módel.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning