Magnað Macan sport á laugardaginn

skrifað föstudagur, 3. febrúar, 2017
Sportjeppinn Macan fæst nú í nýrri útfærsluSportjeppinn Macan fæst nú í nýrri útfærslu

Á laugardaginn, milli kl. 12:00 og 16:00, verður slegið upp sportlegum Macan fagnaði hjá Bílabúð Benna.

Macan var fyrst kynntur til sögunnar árið 2014 og hafa bílablaðamenn ekki sparað stóru orðin í lýsingu á kostum hans. Þeir skipuðu honum umsvifalaust í öruggt sæti í flokki magnaðra sportbíla.
Úttektir blaðamanna hér heima eru sömuleiðis á einn veg; sportjeppinn Macan er afar snarpur og aksturskerfi hans tryggja nánast fyrirhafnarlausan akstur við erfiðustu aðstæður á Íslandi.
Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi: „Eins og við reiknuðum með hefur sportjeppinn Macan reynst vera spennandi viðbót í Porsche línuna okkar og Íslendingar hafa tekið honum sérlega vel. Við sjáum nú fram á að enn fleiri getið notið þess besta og höfum fengið Macan til landsins í fleiri útgáfum m.a. gríðarlega vel búið eintak með öflugri bensínvél sem við getum boðið á afar hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við áhugasama til að koma í Porsche salinn og máta Macan. “

Nánari upplýsingar um Macan finnur þú HÉR