Lögreglan í New York velur Chevrolet Volt

Lögreglan í New York tók nýlega ákvörðun um að stíga stórt skref í rafbílavæðingu á bílaflota sínum og valdi 50 Chevrolet Volt í því skyni. Markmið þessara aðgerða er að minnka loftmengun og CO2 útblástur, sem og ekki síst að draga úr eldsneytiskostnaði borgarinnar
Michael R. Bloomberg borgarstjóri New York sagði við það tækifæri:
„Volt er fyrsti rafbíllinn sem lögregla New York borgar tekur í þjónustu sína. Við munum halda ótrauð áfram á þessari braut, sýna gott fordæmi og styrkja alla innviði sem styðja þessa þróun. Þegar fólk gerir sér grein fyrir staðreyndum málsins og sér alla kostina eru mun meiri líkur á að það fái sér frekar rafmagnsbíl, öllum borgarbúum til hagsbóta. Allt er þetta hluti af þeirri fastmótuðu stefnu okkar til framtíðar; að skapa grænni og vænni New York borg.“