Fjör í Reykjanesbæ

skrifað miðvikudagur, 21. júní, 2017
Langur fimmtudagur hjá Bílabúð Benna ReykjanesbæLangur fimmtudagur hjá Bílabúð Benna Reykjanesbæ

Bílabúð Benna, Reykjanesbæ, fagnar sumrinu með Suðurnesjamönnum á löngum fimmtudegi, 22. júní.

Á staðnum verður glæsilegt úrval af bílum frá fyrirtækinu og boðið uppá spennandi tilboð og ljúfar veitingar.

Gestir eiga því von á góðu; Sumarævintýri SsangYong, með kaupaukum og ferðavinningum verður í fullum gangi, sértilboð á völdum bílum frá Opel og lúxusbílar frá Porsche á svæðinu.

Grillaðar pylsur og gos verða í boði milli kl. 16:00 og 21:00.

Fólk er hvatt til að mæta og gera sér glaða stund á löngum fimmtudegi hjá Bílabúð Benna, Njarðarbraut 9.

Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar um Sumarævintýri SsangYong finnur þú HÉR
Nánari upplýsingar um Opel finnur þú HÉR
Nánari upplýsingar um Porsche finnur þú HÉR

SsangYong Tivoli, Korando og RextonOpel Insigna, Astra og Corsa