Verðlækkun á Chevrolet

skrifað fimmtudagur, 30. ágúst, 2012
captiva_2captiva_2

Vegna hagstæðara gengis íslensku krónunnar lækkar Bílabúð Benna nú verð á öllum nýjum Chevrolet bílum. Verðlækkunin á Chevrolet bílunum er allt að 11,8%. Sem dæmi fer 7 sæta sjálfskipti dísil Chevrolet Captiva jeppinn úr kr. 6.790.000 niður í kr. 5.990 þús.

Starfsfólk Bílabúðar Benna fagnar því að geta nú komið svo myndarlega til móts við íslenska neytendur og vonar að þróun gengis krónunnar verði með þeim hætti að frekari verðlækkanir verði mögulegar Í framtíðinni.Chevrolet hefur verið í mikilli sókn á heimsvísu undanfarin misseri og íslenski markaðurinn hefur tekið Chevrolet bílunum ákaflega vel, enda eru þeir að reynast vel á íslenskum vegum. Sem dæmi má nefna að smábíllinn Chevrolet Spark, sem kostar nú aðeins 1.770.000, hefur verið mest seldi bíllin, til almennings á Íslandi, í sínum flokki, undanfarin þrjú ár. Verðlækkunin tekur gildi fimmtudaginn 30. ágúst og nær yfir alla nýja Chevrolet bíla frá Bílabúð Benna.