Ímynd Opel vex hraðast

skrifað föstudagur, 5. febrúar, 2016
Ímynd Opel vex hraðast

Und­an­far­in miss­eri hef­ur mik­il vinna verið lögð í nýja staðfærslu Opel á markaðnum og ár­ang­ur­inn hef­ur ekki látið á sér standa.

Nú er ljóst að Opel stend­ur uppi sem sig­ur­veg­ari í ímyndar­út­tekt sem hið virta fag­rit Auto Motor und Sport fram­kvæmdi á meðal les­enda sinna sam­hliða „Best Cars 2016“ val­inu.

Opel vex hraðast þegar litið er til ein­kunna sem gefn­ar eru af viðskipta­vin­um bíla­fram­leiðenda. Áreiðan­leiki var sá flokk­ur sem 53% Opel eig­end­ur tengdu sterkt við bíl­inn og er það tíu pró­senta hækk­un frá síðasta ári.

Þá hrósuðu 69 % Opel merk­inu í flokkn­um „vel pen­ing­anna virði“.

Það vek­ur líka at­hygli að Opel eig­end­ur voru ekki ein­ir um að tjá ánægju sína með Opel merkið, því um 49% af öll­um þátt­tak­end­um vildu meina að Opel væri „í tísku“ og mátu hann því betri en mörg virðuleg merki í þessu til­liti.

„Við erum mjög ánægð með ein­kunn þess­ara upp­lýstu les­enda. Það hvet­ur okk­ur til dáða og gef­ur full­vissu um að við erum á réttri braut bæði hvað varðar tækninýj­ung­ar og fram­boð á nýj­um bíl­gerðum,“ seg­ir Tina Müller stjórn­ar­maður hjá Opel.

Ein­sog fram hef­ur komið hlaut Opel tvenn „Best Cars 2016“ verðlaun. Hinn framúr­stefnu­legi Opel Adam varð hlut­skarp­ast­ur í smá­bíla­flokki með 26% allra at­kvæða. Þá hlaut nýja In­telliLux LED mat­rix fram­ljósa­kerfið frá Opel, alþjóðlegu „Paul Pietsch viður­kenn­ing­una 2016“ fyr­ir framúrsk­ar­andi há­tækni­lausn­ir.

Af vef mbl