Heimsfrumsýning á Opel Astra

"Opel Astra er risastökk fyrir bíl í millistærðarflokki með tilliti til afls, tæknibúnaðar og sportlegs útlits,“
segir Dr. Karl-Thomas Neumann, forstjóri Opel í Þýskalandi, þegar hann skýrði frá væntanlegri heimsfrumsýningu á nýjum Opel Astra, á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt, 15. september nk. Þar mun Neumann afhjúpa glænýjan Opel Astra, sem verður eitt aðal trompið frá þýska bílarisanum á sýningunni.
Meðal skemmtilegra nýjunga sem Opel mun kynna í bílnum eru nuddsæti, Opel On-Star upplýsingakerfi og ný háþróuð Led framljós. Opel hefur tekist að létta bílinn um 200 kg og er ný Astra rúmmeiri en forverinn þó hún sé 5 cm styttri.
Allar vélarnar, bæði bensín og dísel, sem í boði verða í Astra eru nýjar, menga lítið og eyða litlu.
Ljóst er að nýr Opel Astra mun verða tákn nýrrar kynslóðar í flokki millistærðarbíla frá Opel sem eigi jafnvel eftir að hrista upp í lúxusbílamarkaðnum. Ný Astra verður fáanleg fljótlega eftir áramót.
Eldri fréttir
-
15. ágú 2023Porsche sýning á Menningarnótt
-
22. jún 2023Porsche 911 Sport Classic frumsýndur
-
16. jún 2023Bílabúð Benna lækkar vexti!
-
11. maí 2023Við frumsýnum Cayman GTS og Cayman GT4 RS.
-
23. nóv 2022Súperdagar Sixt eru hafnir!
-
27. jún 2022Porsche Cayenne E-Hybrid Platinum Edition frumsýndur.
-
31. maí 2022Opnunartími í sumar
-
25. maí 2022Uppstigningardagur
-
20. apr 2022Porsche 911 Turbo frumsýndur
-
19. nóv 2021Stórglæsileg rafbílasýning