Heimsækjum Eyjar

skrifað föstudagur, 20. september, 2013
Heimsækjum Eyjar

Bílabúð Benna sækir Vestmannaeyjar heim helgina 21-22. September og slær upp bílasýningu við Skipasand, þar sem gamli slippurinn var og hét.
Til sýnis verður glæsilegur bílafloti frá Chevrolet sem og hinn magnaði Cayenne Diesel frá Porsche. „Við leggjum mikla áherslu á að halda landsmönnum vel upplýstum um allt það nýjasta sem við höfum uppá að bjóða,“ segir Jón Kr. Stefánsson, sölustjóri nýrra Chevrolet bíla hjá Bílabúð Benna. „Við hvetjum áhugasama til að reynsluaka bílunum okkar, rafmagnsbíllinn Chevrolet Volt, sem hefur 500 km ökudrægi, mun t.d. örugglega koma fólki þægilega á óvart.“

Hannes Ó. Sampsted söluráðgjafi hjá Porsche, kynnir fjölskyldu- og sportjeppann Porsche Cayenne Diesel, sem eyðir aðeins 7,2 l í blönduðum akstri og er 7,6 sek. í hundraðið.
Bílasýningin í Eyjum verður opin laugardag kl. 11 – 17 og sunnudag kl. 12 – 16.